9 MÁNUÐIR Í ÁGÚST

6.12 2013 12:52

9 MÁNUÐIR Í ÁGÚST

Georg Óskar Giannakoudakis opnar sýninguna 9 MÁNUÐIR Í ÁGÚST laugardaginn 7.desember.

Georg Óskar opnar sína sjöundu einkasýningu í Sal Myndlistarfélagsins á Akureyri Kaupvangsstræti 10, laugardagskvöldið 7. desember.

Georg Óskar er skreytihundur með áherslu á málverkið, hvert verk er sjónræn dagbók af björtum dögum og andvöku nóttum. Titillinn á sýningunni sem hann vildi hafa persónulegan vísar í uppáhaldsmánuði hans og unnustu hans, hans uppáhaldsmánuður er ágúst en hennar desember og núna í desember eru einmitt 9 mánuðir í ágúst.

Á sýningunni verð sýnd nýleg málverk, yfir 30 teikningar og leikföng.

Á flestum sýningaropnunum sem Muses heldur eða listamenn Muses er góð stemning, Georg Óskar klikkar ekki á því og ætlar Arnar Ari að halda uppi góðri stemningu með hinu framandi vínylsafni sínu og sjarma. Það verða léttar veitingar í boði á opnun og eru allir hvattir til þess að koma og upplifa með listamanni. Opnunin er klukkan 20.

Hér er að finna viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/753470508002658/

Nýlega birtist viðtal við Georg í listtímaritinu Pheriperal Arteries. En það er hægt að lesa með því að fylgja þessum hlekk:  http://issuu.com/artpress/docs/peripheral_arteries_-_november_2013/30

 

 

Smáaletrið frá listamanni varðandi opnun: 

1. Það opnar klukkan 20:00 en ekki 15:00 eins og venjan er.
2. Þú þarft ekkert að vita um myndlist.
3. Væri klikkað að sjá þig!
4. Færð vatn ef þú drekkur ekki bjór!
5. Jólasveinninn kemur ekki.
6. Ef þú verður með Dólg þá verður þér hent út.
7. Ekki vera með dólg.
8. Okei, að vera með dólg sleppur, meðan það fer ekki útí sprell.
9. YO!
10. Sjáumst kát!

Musesblogger

Ummæli