Þrándur Þórarinsson

Þrándur Þórarinsson

Þrándur Þórarinsson er fæddur 1978. Hann stundaði nám hjá Odd Nerdrum árin 2003-2006 eftir að hafa sótt fornámsdeild Listaháskóla Íslands og sitthvort árið í málaradeild Myndlistaskólans á Akureyri og málaradeild Listaháskóla Íslands. Þrándur sækir viðfangsefni verka sinna meðal annars í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar undir áhrifum þjóðernisrómantíkur, barokks og endurreisnar.