Nr.3 Sanitas 2011

Nr.3 Sanitas 2011

Netgalleríið Muses.is opnar þriðju pop-up sýningu sína á árinu núna á sunnudaginn. Á Muses.is má finna nokkra af færustu listamönnunum í grasrót íslenskrar myndlistar og munu þeir blása lífi í gömlu Sanitas verksmiðjuna á Köllunarklettsvegi 4 í Reykjavík.

span style="line-height: 1.6em;">Alls sýna 17 listamenn sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Á sýningunni ætla þeir listamenn sem hafa bakgrunn úr götulistinni að skreyta veggi innan rýmisins í bland við olíumálverk frá t.d Þrándi Þórarinssyni og Mýrmann sem eru í anda gömlu meistaranna. Einnig verða nýjar teikningar frá Hugleiki Dagssyni, teikningar sem unnar voru fyrir hljómsveitina Bloodgroup og fullkomlega saklausar en óþægilegar teikningar þar sem viðfangsefnið eru börn. Ásamt fleiri málverkum og teikningum verða einnig skúlptúrar, videóverk og ljósmyndir.

Fleira frá þessari sýningu: