Nr.5 Vidjóvarp 2012

Nr.5 Vidjóvarp 2012

Dagana 17. og 18. febrúar 2012 var sett upp rafræn sýning á vídjóverkum eftir átta listamenn frá netgalleríinu Muses.is ásamt heimamanninum Gunnari Jónssyni. Verkunum var varpað á gaflinn á Hótel Ísafirði og voru þar fyrir augum vegfarenda alla helgina. Í vinnuskúr við Norska Bakaríið að Silfurgötu 5 var verkunum einnig varpað á vegg en innandyra. Einnig verða sýnd fleiri verk eftir listamennina eins og teikningar eftir Örn Tönsberg, Hugleik Dagsson, prentverk eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttir og Ninnu Margréti Þórarinsdóttir. Myndvarpi var fenginn að láni frá Bæjarskrifstofu Ísafjarðar.