Nr.8 WAF 2013

Nr.8 WAF 2013

Westfjord ArtFest verður haldin í þriðja skiptið á Ísafirði dagana 29.og 30. mars sömu daga og Aldrei fór ég suður. Í ár eru 16 listamenn víðsvegar af landinu sem taka þátt, allir eiga þeir sameiginlegt að vera hluti af Muses hópnum. Sýningin verður haldin annað árið í röð í Norska bakaríinu og er þemað frjálst. Á föstudeginum 29.mars verður „live paint project” sem er samvinna á milli þeirra listamanna sem eru á staðnum. Þeir vinna eitt verk sem er 80cm x 80cm að stærð. Verkið hefur fengið vinnuheitið Sóltúnsverkið þar sem það er unnið í þakklætisskyni fyrir gistirými sem Ísfirðingafélagið lánar listamönnum á meðan að sýningin stendur yfir. Sóltúnsverkið verður boðið upp á fésbókarsíðu Ísfirðingafélagsins í gegnum kerfi Muses.is. Uppboðið verður haldið þann 3. og 4. apríl og mun allur ágóði renna til Björgunarfélags Ísafjarðar.

Á laugardeginum 30. mars munu listamennirir Sylvía Dögg – Lovetank og Örn Tönsberg skreyta tvær bifreiðar fyrirtækisins KuKu Campers fyrir utan Norska bakaríið.

Muses hópurinn vill koma á framfæri þakklæti til styrktaraðila því án þeirra yrði þetta ekki framkvæmanlegt. Helstu styrktaraðilar eru Ísfirðingafélagið, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson athafnamaður sem lánar sýningarrýmið, Ölgerðin býður uppá veitingar á opnun og KuKu Campers lána bifreiðar til að flytja listaverk.

WAF opnar fimmtudaginn 28.mars kl 18:00 og verður opið 29. og 30.mars frá kl 13:00-18:00.

Listamenn WAF 2013                     

Agnes Mar

Bergþór Morthens?

D.Íris Sigmundsdóttir?

Harpa Einarsdóttir - Ziska?

Harpa Rún Ólafsdóttir?

Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir?

Hugleikur Dagsson?

Hulda Hlin Magnúsdóttir?

Inga María Brynjarsdóttir?

Ninna Margrét Þórarinsdóttir?

Sara Oskarsson?

Sylvía Dögg Halldórsdóttir - Lovetank?

Sævar Karl?

Víðir Ingólfur Þrastarson – Mýrmann

Þorgrímur Einarsson?

Örn Tönsberg

Fleira frá þessari sýningu: