Phobophobia 2012

Phobophobia 2012

Verk frá sýningunni Phobophobia. 

Samsýning 33 teiknara á HönnunarMars 2012 í Bíó Paradís Hverfisgötu 54.

Phobia er hið myrkra og frumstæða mannseðli sem býr sig undir flótta frá ógnum frumskógarins. Við erum öll fóbísk, en sumir þjást verr en aðrir. Þessir einstaklingar geta fyllst af angist þegar minnst er á sköllótta menn eða við tilhugsunina að fara á almenningsklósett. Enn aðrir geta ekki farið í afmæli af ótta við rauðar blöðrur. Sýningin Phobophobia sýnir plaköt eftir 33 teiknara og er samsafn innri og ytri geðveila mannkynsins. Teiknararnir koma út úr vinnustofunum með þeirra eigin sýn á sköllóttum mönnum með rauðar blöðrur á almenningsklósettum.

Verð 9000.- á eftirprentum.