Um okkur

Muses.is er internet gallerí með myndlist eftir áhugaverða og framsækna listamenn.

Við erum muses:

Rakel Sævarsdóttir rakel@muses.is
Lauk BA námi í Listfræði frá HÍ árið 2008 og MA námi í Hagnýtri Menningarmiðlun frá HÍ árið 2009. Rakel var um árabil með verslun í Kringlunni en síðustu verkefni hennar hafa verið tengd sýningarhönnun og sýningarstjórnun.
tel. +354 6931337

Grunnhönnun og lógó muses.is var í höndum grafíska hönnuðarins Kristins Gunnars Atlasonar en Ingvar Ómarsson sá um allar hönnunarútfærslur, forritun og uppsetningu á muses.is. Ingvar mun einnig starfa sem vefsstjóri síðunnar.

muses.is (Litli Vísir ehf.)
Grandagarður 14
101 Reykjavík
ICELAND
tel. +354 6931337
Kt. 540202-3540
VSK. 74939
Netfang: muses@muses.is

Póstlisti

Viltu fá upplýsingar um þjónustu, listamenn, listaverk viðburði eða annað sem tengist okkur.
Endilega skráðu þig á póstlistann okkar.

Þjónusta

Fyrir listamenn í umboðsþjónustu muses.is:

 • Kynnum listaverkin á muses.is.
 • Sjáum um allt söluferlið.
 • Setjum upp sýningar með listamönnum bæði sam- og einkasýningar.
 • Tökum þátt í viðburðum.

Fyrir heimili og fyrirtæki:

 • Aðstoðum við val á listaverki. Í samvinnu við viðskiptavininn leitum við að rétta listaverkinu á íslenskum myndlistarmarkaði.
 • Bjóðum viðskiptavinum okkar að kaupa gjafabréf sem inniheldur persónulega þjónustu við val á listaverki ásamt listaverki (óháð muses.is) eftir íslenskan listamann.
 • Ef viðskiptavinur óskar eftir því að skoða listaverk á muses.is betur þá komum við með listaverkið á staðinn.

Hafið samband á muses@muses.is eða í síma 693-1337 til þess að fá frekari upplýsingar um þjónustu okkar.

Afhending

 • Þegar gengið hefur verið frá greiðslu á listaverki er það hlutverk muses.is að tryggja að listaverkið berist heim að dyrum 2-4 virkum dögum eftir að greiðsla hefur borist.
 • Listaverkinu er pakkað gaumgæfilega og það er tryggt í flutningi.
 • Við keyrum listaverkum heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu, þau eru send með Íslandspósti út á land.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband á netfangið muses@muses.is eða síma 693-1337.

Greiðslur

 • Á muses.is bjóðum við uppá greiðslur með kreditkorti í gegnum örugga þjónustu Kortaþjónustunnar.
 • Við bjóðum uppá léttgreiðslusamning fyrir listaverk yfir kr. 100.000.-.
 • Við bjóðum uppá staðgreiðslu eða beina millifærslu.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband á netfangið muses@muses.is eða síma 693-1337.